Fréttir

3.5.2010

Útflutningsþing 2010



Útflutningsþing 2010
fimmtudagur 6. maí 2010, kl. 08:30-13:00

Sóknarfæri í útflutningi

Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 6. maí 2010, kl. 8.30-13.00

Hvernig má efla útflutning og sókn á nýja markaði? Á hvaða hátt styður fjármálamarkaður við útflutning og gjaldeyrissköpun? Hvaða stuðningur er í boði fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki og hvernig má auka samkeppnishæfni þeirra?

Á Útflutningsþingi 2010 koma saman stjórnendur fjölbreyttra útflutningsfyrirtækja. Þar munu þeir miðla af reynslu sinni, rýna í framtíðina og greina tækifæri.

  • Greiningu á stöðu og horfum fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki
  • Reynslusögur leiðandi útflutningsfyrirtækja
  • Ábendingar um leiðir til að ná árangri á erlendum mörkuðum
  • Umfjöllun um hlutverk fjármálafyrirtækja í útflutningsgreinum
  • Yfirlit yfir stuðningsumhverfi útflutningsfyrirtækja
  • Framtíðarsýn leiðtoga í íslensku atvinnulífi

Þátttökugjald er kr. 3.000, sem greiðist við innganginn.

Skráning fer fram í tölvupósti utflutningsrad@utflutningsrad.is eða síma 511 4000.

Dagskrána má nálgast á vef Útflutningsráðs Íslands.


















Yfirlit



eldri fréttir