Velkomin á opnun sunnudaginn 2 maí kl.16:00 í anddyri Norræna hússins.
Til sýnis verða verkefni eftir nemendur á Myndlista- og hönnunarsviði Myndlistaskólans í Reykjavík í samstarfi við Lyngás.
Í febrúar síðastliðnum var nemendum Myndlistaskólans boðið að vinna að hugmyndum fyrir Lyngás, sem hluta af áfanganum „Þrívíð formfræði“.
Kennarar voru Eygló Harðardóttir og Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmenn.
Áfanginn hófst á því að nemendur heimsóttu Lyngás og fengu þannig tækifæri til að kynnast aðstæðunum og starfinu sem þar fer fram. Eftir heimsóknina sökktu nemendur sér á kaf í hugmyndavinnu þar sem margir áhugaverðir fletir voru kannaðir m.a. út frá hönnun á húsgögnum, stoðtækjum, leikföngum, fatnaði og myndverkum svo fátt eitt sé nefnt.
Í Norræna húsinu gefur að líta verk eftir fjóra nemendur sem völdu að þróa hugmyndir sínar áfram og er afraksturinn nú til sýnis í boði „Listar án landamæra“.
Sýnendur eru;
Eva Arnfríður Aradóttir,
Hjörtur Matthías Skúlason,
Ragna Sigríður Bjarnadóttir og
Þóra Sigríður Óðinsdóttir
Brynhildur Pálsdóttir, vöruhönnuður, sá um að leiðbeina nemendunum við útfærslu á síðari hluta ferlisins.
List án landamæra
http://www.facebook.com/event.php?eid=103109473067566