Fréttir

28.4.2010

Sýning | Birta

KorpúlfsstaðirKorpArt-hópurinn í Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi mun opna sína stærstu samsýningu; „Birta“, og opna vinnustofur sínar laugardaginn 1. Maí frá kl.13.00 til 17.00.

Þá gefst gestum tækifæri á að spjalla við sjálfa listamennina og hönnuðina um verk þeirra, en mikil fjölbreytni er þar ríkjandi s.s. málverk, leirlist, textíll, hreyfimyndir, grafísk hönnun og landslagsarkitektúr. Einnig er kaffi og meðlæti til sölu á hóflegu verði.

Í stóra salnum verða 35 listamenn með verk á stærstu samsýningunni til þessa, undir þemanu Birta.  Ýmsar uppákomur verða í gangi, eins sjá má hér að neðan:

Kl. 13:00 Dúettinn „UNO“ verður með latino prógram, söngur og píanó.

Kl. 14:00 Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson verður með upplestur.

Kl. 14:30 Harmonikkuleikur Hinna Tígulegu Dragspilsdrottninga

Kl. 15:00 Vox feminae kvennakórinn mun syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur.

Kl. 16.00 SalsaIceland með dansatriði.

Rósukaffi er opið þar sem hægt er að versla kaffi, kakó og nýbakað bakkelsi á hóflegu verði.

Athugið að sýningin er aðeins opin þennan eina dag.

Nánar má sjá um listamenn og hönnuði á www.korpart.is

Allir eru velkomnir.

















Yfirlit



eldri fréttir