Fyrirhuguð er opnun „sölumiðstöðvar“ (vinnuheiti) á Egilsstöðum í byrjun
júní. Undirbúningur verkefnisins
og fjármögnun hlutafélags um reksturinn hefur staðið frá áramótum.
Sölumiðstöðin sem ekki hefur fengið
nafn ennþá verður staðsett í hjarta bæjarins að Miðvangi 1-3. Í sama húsnæði er útibú Íslandsbanka
staðsett og einnig mun
Upplýsingamiðstöð Austurlands opna innan skamms í tengslum við
sölumiðstöðina. Á síðasta ári fóru
60.000 manns í gegnum Upplýsingamiðstöðina og er búist við verulegri aukningu á
næstu árum.
Hér með er auglýst eftir vörum frá
hönnuðum og handverksmönnum á
Íslandi.
Vöruflokkar sem leitað er eftir:
vöruhönnun, nytjalist,
gæðahandverk, skartgripir, fatahönnun, keramik, glerlist, grafískhönnun,
textílhönnun, ýmislegt - þjóðlegt og gott.
•
Gæðaráð metur og velur allar vörur
sem teknar verða inn í „sölumiðstöðina.“
•
Skilafrestur á myndum og /eða
sýnishornum í síðasta lagi 3. maí.
•
Nákvæm lýsing á vöru, hráefni og
heildsöluverð án vsk þarf að fylgja.
•
Hönnuðum/framleiðendum er gefinn
kostur á að leggja inn vöru í upphafi í ákveðnu magni og þegar panta þarf aftur
hjá viðkomandi er áfyllingin keypt á heildsöluverði/umsömdu verði í tilfellum
listmuna/dýrari vöru.
•
Umsóknum á að skil á netfang
lv@tna.is eða í pósti, Þorpið, Tjarnarbraut 39, 700
Egilsstaðir.
•
Niðurstaða gæðaráðs mun liggja
fyrir þriðjudag 11. maí.
•
Frekari upplýsingar eru hjá
verkefnisstjóra Láru Vilbergsdóttur gsm 899-4373.