María Manda umbúðahönnuður opnar sýningu á Skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Aðalstræti 10 sem hún kallar Formleikur.
Sýningin verður opnuð föstudaginn 23. apríl kl.16.00.
Á sýningunni tekur María Manda umbúðaformið úr sínu
hversdagslega hlutverki inn í listrænt umhverfi og breytir tilgangi
þess á mörkum notagildis og skúlptúrs.
Sýningin stendur frá 23. apríl til 11. maí.
Opið alla daga frá 9-18 og helgar 12-17
Allir velkomnir
www.mmhonnun.is