Þriðjudaginn 20. apríl mun
Textílsetur Íslands í Kvennaskólanum á Blönduósi kynna starfsemi sína í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafni Íslands.
Í framhaldi mun Birna Kristjánsdóttir frá Háskólasetrinu á Blönduósi flytja erindið „Textíll í víðum römmum.“
Fyrirlestrarnir eru hluti af hádegisfyrirlestraröð Þjóðminjasafns
Íslands, en í vor hefur verið fjallað um íslenska hannyrðahefð í fortíð
og nútíð.
Dagskráin hefst kl. 12:05 og tekur um þrjú korter. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Titill erindisins, Textíll í víðum römmum,
er skírskotun til ferðalags, með það að markmiði að skoða textíl.
Texti um textíl sem kallar fram fleiri spurningar en svör. Óljósar
myndir textíltilveru samtímans eru dregnar upp, inn í ramma fagsviðs
án landamæra. Birna sinnir rannsóknum í textíl við
Háskólasetrið á Blönduósi og kennir við ferðamáladeild Háskólans á Hólum.