HANDVERK OG HÖNNUN gefur út bók annað hvert ár.
Markmiðið er milliliðalaus og aðgengileg kynning á einstaklingum sem
stunda handverk, hönnun og listiðnað á Íslandi.
Bókinni er
dreift endurgjaldslaust í öll almennings- og skólabókasöfn á landinu,
allar ríkisstofnanir, mörg fyrirtæki, öll sveitarfélög, stéttarfélög,
til ferðaþjónustuaðila, í sendiráð bæði íslensk og erlend og margir fleiri hafa fengið bókina til varðveislu.
Bókin er jafnframt aðgengileg
heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR ásamt fyrri bókum.
Allir einstaklingar sem vinna við
handverk, hönnun og listiðnað og eru með vörur í sölu allt árið annað
hvort á vinnustofu eða öðrum sölustað/stöðum geta sótt um skráningu í
bókinni.
Fagleg valnefnd fer yfir umsóknir.
Hver einstaklingur er kynntur á einni blaðsíðu í
bókinni með mynd af einu verki og ítarlegum upplýsingum. Hver síða er
einnig sérprentuð á góðan kortapappír í eitt þúsund eintökum.
Þátttakendur fá 15 eintök af bókinni auk kortanna. Kostnaður við
þátttöku er kr. 35.000.- fyrir hvern einstakling. Möguleiki er á að
birta upplýsingar um sölustaði gegn 5.000.- kr. viðbótargjaldi.
Skila verður góðri mynd í prentgæðum (300 pt.) ásamt vandlega útfylltri umsókn
fyrir 26. apríl 2010.
Ef umsækjendur hafa áhuga á mynda nýjan hlut verður boðið upp á aðstoð við myndatöku.
Áætlað er að bókin komi út um mánaðarmótin maí/júní 2010.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem er opin alla virka daga frá kl. 9.00 – 16.00