Fréttir

2.4.2010

Minjagripur Reykjavíkur | Verðlaunahafar

Föstudaginn 19. mars voru veitt verðlaun í hönnunarsamkeppni um minjagrip fyrir Reykjavíkurborg. Óskar Bergsson formaður borgarráðs afhenti verðlaunin.

Fyrstu verðlaun hlutu vöruhönnuðirnir Friðgerður Guðmundsdóttir og Kristín Birna Bjarnadóttir. Fá þær að launum 600.000 kr.

Í upphafi var lagt upp með að minjagripurinn skildi vísa til þeirrar hreinu orku sem Reykjavík býr yfir í fleiri en einni merkingu: í náttúrinni, vatninu, menningunni og sköpunarkraftinum.

Verðlaunahönnun þeirra Friðgerðar og Kristínar er handklæði og sápa sem þær kalla Pure Reykjavík towel/soap og vísar í sundlaugamenningu borgarbúa. Formin eru fengin úr heitu pottunum í Laugardal. Sápan er í tveimur litum og í raun afsteypa af heitum potti. Handklæðið er mjög óhefðbundið í formi fyrir handklæði og er hægt að sveipa um sig eins og sjali. Þær Friðgerður og Kristín hafa  nú þegar undirbúið framleiðslu á minjagripunum og eiga von á að þeir verði komnir í sölu í sumar.  

Dómnefnd skipuðu: Áslaug Friðriksdóttir formaður Menningar- og ferðamálaráðs, Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðrún Erla Geirsdóttir Menningar- og ferðamálaráði, Kristján Örn Kjartansson arkitekt FAÍ, Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður, Hörður Lárusson grafískur hönnuður FÍT og  Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.  

Nánari upplýsingar veita:
Haukur Már Hauksson (starfsmaður dómnefndar) 843 9123
Friðgerður Guðmundsdóttir: 896 9632
Kristín Birna Bjarnadóttir: 692 4430


















Yfirlit



eldri fréttir