Barnamenningarhátíð
í Reykjavík verður haldin vikuna 19. – 25. apríl.
Hátíðin fer fram
víðsvegar um borgina; ofan í sundlaugum, uppi í Esjuhlíðum, á
skólalóðum, á öldum ljósvakans og á götum úti.
Þema hátíðarinnar að þessu sinni verður forvitni og kennir ýmissa forvitnilegra grasa í
dagskránni.
Hátíðin fjallar um menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Fátt er skemmtilegra en að taka þátt í að skapa fallega hluti eða
efna til viðburða sem gleðja aðra. Við lærum að þekkja okkur sjálf og
náungann ögn betur. Síðast en ekki síst færir listin okkur oft nýtt
sjónarhorn á tilveruna og gerir okkur að þroskaðri einstaklingum.
Fersk sýn barna á veruleikann í kringum sig veldur því raunar að þau
standa mörgum fullorðnum listamönnum framar í listsköpun. Listaverk
þeirra eru fersk, ný og full af gleði.
Það er Höfuðborgarstofa sem skipuleggur Barnamenningarhátíð.
Þetta segir á vef
Barnamenningarhátíðar