Fréttir

15.4.2010

Words on paper | námskeið



Helgina 17. og 18. apríl 2010 verður grafíski hönnuðurinn Jeff Ramsey með námskeið (workshop) fyrir alla áhugasama grafíska hönnuði.

Námskeiðið mun leggja áherslu á hönnun með letri (athugið að rugla ekki saman við hönnun á letri) og verður 2 daga langt. Það verður haldið í húsakynnum Listaháskóla Íslands og er milli kl. 10 og 17 báða dagana.

Gert er ráð fyrir að þáttakendur séu kunnugir helstu forritum fagsins (ss. InDesign, Illustrator, Photoshop) og þarf að koma með ferðatölvu meðferðis.

Námskeiðið kostar 4.500 krónur og greiðist við upphaf námskeiðs.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á letri, leturmeðferð og grafískri hönnun yfir höfuð að skella sér á námskeiðið, en aðeins eru 16 sæti í boði og fyrstir skrá fyrstir fá.

Um Jeff Ramsey
Jeff Ramsey tók MFA gráðu sína í grafískri hönnun í frá Werkplaat Typografie í Arnhem í Hollandi árið 2006. Hann býr í Brooklyn í New York og vinnur þar að verkefnum bæði í list og arkitektúr á litlu skrifborði sínu í heimastofu sinni.  Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jeff á heimasíðu hans www.jefframsey.net

Skráning fer fram í gegnum netfang FÍT fit@teiknarar.is, og þarf að senda nafn og símanúmer.



















Yfirlit



eldri fréttir