Fréttir

13.4.2010

Mæna | Ársrit um grafíska hönnun

Mæna, ársrit um grafíska hönnun kom út laugardaginn 20. mars sl. í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Mænu fylgir blað með sýnishorni af verkum útskriftarnema Listaháskóla Íslands. Vefur Mænu, mæna.is opnaði formlega á sama tíma.

Mæna er gefin út af Hönnunar og arkitektúrdeild – grafískri hönnun við LHÍ.

Markmiðið með útgáfunni; ársritinu og vefnum, er að skapa vettvang fyrir þá þekkingu og umræðu sem felst í greininni; á námsbrautinni og í atvinnulífinu — að skapa opinn vettvang fyrir upplýsta og gagnrýna samræðu fagaðila.

Vefnum mæna.is er ætlað að verða safn og sýningaraðstaða fyrir verk einstaklinga og fyrirtækja í greininni (grafískri hönnun / auglýsingagerð og tengdri starfsemi). Það er ósk okkar hér við skólann að aðilar innan greinarinnar nýti sér þá möguleika sem í vefnum felast til kynningar á eigin verkum en einnig til gagnasöfnunar í þágu fagsins. Aðgengi að verkum í greininni mun með tímanum skapa tækifæri til rannsókna og söguskoðunar sem er mikilvæg samfélaginu og framþróun í greininni.


















Yfirlit



eldri fréttir