Á vef
Félags íslenskra teiknara segir:
The Cup verðlaun til Íslands
Það er okkur ólýsanleg ánægja að geta sagt ykkur frá því að í fyrsta skiptið eru verðlaun í The Cup, stærstu auglýsinga og hönnunarkeppni í heimi, komin til Íslands.
Fyrir um viku var dæmt í The Cup 2009 í Sarajevo, Bosníu, og var það verk þeirra Snæfríð Þorsteins og Hildigunnar Gunnarsdóttur, Flora Islandica, sem vann flokkinn Best of Publication.
Bókin fékk verðlaun í FÍT 2009 keppninni í fyrra, og fór þaðan út til Barcelona í ADC*E keppnina. Þar hneppti hún annað sætið í flokki hönnunar og vann sér þannig inn farseðil í The Cup. Hún er fyrsti íslenski hluturinn sem kemst inn í þá keppni, en eina leiðin að fá að taka þátt í henni er að vinna til silfurs eða gull í ADC*E, Golden Drum, Adfest eða FIAP.
Við óskum Snæfríð og Hildigunni innilega til hamingju með verðlaunin, verðlaun sem sýna að íslensk grafísk hönnun er á heimsmælikvarða.
Heimasíða The Cup:
www.thecupawards.com
Heimasíða ADC*E:
www.adceurope.org
Snæfríð Þorsteins -
prófíll
Hildigunnur Gunnarsdóttir -
prófíll
Að lokum má benda áhugasömum á að bókin fæst hjá útgefanda, Crymogeu,
www.crymogea.is