Fréttir

23.3.2010

Umsóknarfrestur í Hönnunarsjóð Auroru framlengdur



VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!
Umsóknarfrestur í Hönnunarsjóð Auroru hefur verið framlengdur til
16. apríl nk. Sjóðurinn er opinn öllum hönnuðum og arkitektum. Næsta úthlutun úr sjóðnum er í maí.




Fréttatilkynning
Reykjavík 12. mars 2010

Hönnunarsjóður Auroru mun úthluta í annað sinn á þessu ári í maí næstkomandi, en umóknarfrestur vegna þess rennur út 12. apríl. Sjóðurinn er opinn öllum hönnuðum og arkitektum.

Árið 2010 verða þrjár úthlutanir úr Hönnunarsjóði Auroru. Sú fyrsta fór fram 17. febrúar sl. þar sem átta hönuðir og arkitektar fengu úthlutað 7.880.000 kr. Fjölbreytileiki umsóknanna var mikill og gaf sjóðnum tækifæri til að breikka starfssvið sitt enn frekar og koma að fjölbreyttum verkefnum á öllum sviðum hönnunar og arkitektúrs.

Síðasta úthlutun ársins er áætluð í september.

Nánar á vef Hönnunarsjóðsins: www.honnunarsjodur.is

Hönnunarsjóður Auroru var stofnaður 13. febrúar 2009 af Auroru Velgerðarsjóði og er því árs gamall um þessar mundir. Frá tilurð hans hefur um 30.000.000 milljónum verið úthlutað til 20 hönnuða af öllum sviðum hönnunar sem og skipuleggjenda hönnunarviðburða og sýninga.

Hönnuðir sem hlotið hafa styrk úr Hönnunarsjóði Auroru: Andrea Maack, Bóas Kristjánsson, Charlie Strand, Dagný Bjarnadóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með Kron by KronKron, Hörður Lárusson, Linda Björg Árnadóttir með Scintilla, Katrín Ólína, Sara , Kristrún Thors, María Júlíusdóttir, Skyggni Frábært, Snæbjörn Stefánsson, Sonja Bent, Stefnumót bænda og hönnuða, Vík Prjónsdóttir og Laufey Jónsdóttir.

Samstarfsverkefni sjóðsins eru af ýmsum toga. Má þar nefna: Hagnýtt Hádegi, fyrirlestrarröð Hönnunarmiðstöðvar og Hönnunarsjóðs Auroru um praktísk málefni fyrir hönnuði, Íslensk samtímahönnun, farandsýning Hönnunarmiðstöðvar Íslands til kynningar á íslenskri hönnun erlendis, letur Hönnunarsjóðsins; Copper Stencil eftir Gunnar Þór Vilhjálmsson og nýsköpunarverkefni innan sýningarinnar "Í barnastærðum", hönnun fyrir börn í Hafnarborg. Að auki er Hönnunarsjóðurinn samstarfsaðili Hönnunarmiðstöðvar í HönnunarMars 2010.

Hönnunarsjóðurinn hefur einnig kynnt sérstaka styrki til nýlegra útskrifaðra hönnuða og arkitekta í starfsreynslu hjá starfandi fagfólki. Hönnunarsjóðurinn er stoltur bakhjarl allra þessara verkefna.

Nánari upplýsingar og myndefni veitir: Hlín Helga Guðlaugsdóttir, frkvstj. Hönnunarsjóðs Auroru hlin@honnunarsjodur.is s. 7721200
















Yfirlit



eldri fréttir