Fréttir

23.3.2010

Nýsköpunarþing | Samvinna í nýsköpun

Samlegðaráhrif og sóknarfæri í nýsköpun á miðvikudag

Fjallað verður um samlegðaráhrif í ferðaþjónustu og leikjaiðnaði og sóknarfærin í þverfaglegu samstarfi á Nýsköpunarþingi Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs sem haldið verður miðvikudaginn 24. mars á Grand hótel kl. 8.15-10.00.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis - skráning á nmi@nmi.is.

Yfirskrift Nýsköpunarþings að þessu sinni er samvinna í nýsköpun og verða Nýsköpunarverðlaun 2010 afhent að loknum erindum.

Á meðal fyrri verðlaunahafa eru Orf líftækni (2008), CCP (2005), Bláa lónið (2000) og Íslensk erfðagreining (1998).

Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Erla Bjarney Árnadóttir frá Icelandic Gaming Industry, Anna G. Sverrisdóttir frá Vatnavinum og Sveinbjörn Höskuldsson frá Nox Medical flytja erindi á Nýsköpunarþingi 2010.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
















Yfirlit



eldri fréttir