Ljóstæknifélag Íslands stendur fyrir Ljósadeginum 2010 nk. miðvikudag 24. mars kl. 15.45 í Háskólanum í Reykjavík í Nauthólsvík, með
áhugaverðum fyrirlesurum og umræðum.
Ljóstæknifélag Íslands stendur fyrir Ljósadeginum 2010 sem er nýjung í starfi félagsins.
· Fyrirlesari frá ítalska fyrirtækinu iGuzzini, Dan Fayen mun fjalla um heilsu og vellíðan í réttu ljósi og hvernig litir og lýsing geta haft áhrif á líðan okkar.
· Lisamaðurinn Rúrí verður með fyrirlestur sem hún nefnir List í ljósi – Ljós í list
· Lýsing í Háskólanum í Reykjavík verður kynnt og hún skoðuð
· „Guerilla Lighting“ hópurinn íslenski mun lýsa upp hús í nágrenninu með sínum stóru „vasaljósum“.
· Kynning á 5 efstu tillögunum í vöruþróunarverkefni með ljóstvistum
Staður: Háskólinn í Reykjavík í Nauthólsvík
Tími: 24. mars kl. 15.45
Allir áhugasamir um lýsingu eru velkomnir
Sjá nánar á
www.ljosfelag.is
Nánari upplýsingar veitir Daði Ágústsson formaður,
dadi@ljosfelag.is s.892 0025