HönnunarMars 2009 er tilnefndur í flokki viðburða til íslensku auglýsingaverðlaunanna.
Framleiðandi herferðarinnar fyrir HönnunarMars 2009 er
Vinnustofa Atla Hilmarssonar.
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, er opinn öllum sem stunda gerð eða
dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.
Verðlaun eru veitt í 14 flokkum.
Dómnefnd er skipuð 21 aðila frá ÍMARK,
SÍA, FÍT, Orðspori og Félagi kvikmyndagerðarmanna.
Verðlaunaafhendingi verður haldin að venju í glæsilegri dagskrá á
Hilton Nordica og hefst kl. 17.30 föstudaginn 5. mars.