Fréttir

24.2.2010

Auglýst eftir styrkumsóknum í norrænu menningar- og listaáætlunina

Menningar- og listaáætlunin, sem er liður í norrænu samstarfi, veitir styrki til verkefna á sviði allra menningar- og listgreina.

Áætlunin veitir styrki fagfólki og áhugafólki sem starfar að listum og menningarmálum.

Áætlunin skiptist í tvo hluta.

Framleiðslumiðuð starfsemi og miðlun
Styrkur er ætlaður í verkefni sem leggja áherslu á framleiðslu menningar og listar og skapandi starf. Lykilorðið er nýsköpun en í því felst þróun og prófun nýrra hugmynda, hugtaka og ferla.

Hæfnisþróun, gagnrýni og þekkingarmiðlun

Styrkur er ætlaður í verkefni sem leggja áherslu á hæfnisþróun og þekkingarmiðlun þeirra sem starfa að menningu og listum. Um getur t.d.verið að ræða; ráðstefnur, námskeið og vinnubúðir (workshop).

Menningar- og listaáætlunin hefur 2.012.215 evra til heildarráðstöfunar á árinu 2010.

Vinsamlegast skoðið umsoknarfresti inn a vefsiðu Menningar- og listaaætlunarinnar.

















Yfirlit



eldri fréttir