Fréttir

1.3.2010

Fundaröð | Toppstöðin



Föstudaginn 5. mars næstkomandi kl. 12  hefst í Toppstöðinni fundaröð þar sem ýmis málefni tengd nýsköpun og iðnaði verða krufin til mergjar. Fundirnir verða 1. og 3. föstudag hvers mánaðar og verða nánar auglýstir hverju sinni á facebooksíðu stöðvarinnar og á www.toppstodin.is. Áhersla verður lögð á umræður og þáttöku gesta.

Fyrsta erindið verður kynning á hugmyndafræði Toppstöðvarinnar og aðstöðu. 

Í stöðinni er hönnunarálma þar sem frumkvöðlar vinna að fjölbreyttum verkefnum, en einnig  vel búið málmsmíðaverkstæði sem gefur mikla möguleika í frumgerðavinnu og framleiðslu.

Vonir standa til að í framtíðinni verði einnig aðstaða til að frumverðavinnu  úr tré, plasti og textíl, svo eitthvað sé nefnt.

Fundirnir verða opnir öllum, en Toppstöðin er staðsett við Rafstöðvarvegi 4, 110 Reykjavík.
















Yfirlit



eldri fréttir