Fréttir

21.2.2010

YRKI arkitektar í Hafnarhúsi

 
 
 
 
 
 
Yrki arkitektar, Sólveig Berg og Ásdís Helga Ágústsdóttir munu sýna og segja frá helstu verkefnum sínum í fimmtudagssyrpu byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, nk. fimmtudagskvöld 25. febrúar kl 20:00.

Yrki er tiltölulega ung arkitektastofa sem stofnuð er af þeim Sólveigu Berg og Ásdísi Helgu Ágústsdóttur árið 1997. Stofan er ekki stór en eftir hana liggja afar vandaðar byggingar.

Þar má meðal annars nefna Lækningaminjasafnið við Nesstofusafn á Seltjarnarnesi sem hlaut 1.verðlaun í samkeppni árið 1997 og er nú langt komið í byggingu, Saltfisksetur Íslands í Grindavík sem (2002) og sambýli í Garðabæ (2002) sem hvort um sig hefur verið tilnefnd til menningarverðlauna DV á sviði byggingarlistar, áberandi vigtarhús við höfnina í Þorlákshöfn, íbúðir í Mörkinni sem byggðar eru í kjölfar samkeppni um heildarskipulag og hönnun bygginga Markarholts á svæðinu og lokið var við fyrir stuttu, auk afar óvenjulegs sumarbústaðar sem reistur var í villtu birkikjarri í uppsveitum Borgarness.  

Þær Sólveig og Ásdís munu sýna og segja frá helstu verkefnum sínum í fimmtudagssyrpu byggingarlistardeildar safnsins, sem verður nk. fimmtudagskvöld 25. febrúar kl 20:00.  
















Yfirlit



eldri fréttir