Fréttir

17.2.2010

Ráðstefna | Iðnaðarráðuneytið auglýsir eftir þátttakendum



Ráðstefna þessi, sem nú verður haldin í 12. sinn, er helsta markaðstorg Noregs á sviði markaðssetningar, auglýsinga og margmiðlunar. Áhersla er lögð á að kynna notkun nýjustu tækni margmiðlunar svo og stefnu og  strauma  á sviði kynningar og markaðssetningar.

Í ár er lögð sérstök áhersla á fjárfestingar í nýsköpun og grænni atvinnustarfsemi á eins dags ráðstefnu í tengslum við Gulltaggen.

Veittur verður ferðastyrkur til allt að 10 fyrirtækja í eftirtöldum flokkum:

1)      Styrkur til 4 fyrirtækja á svið fjölmiðlunar sem sérhæfa sig í markaðssetningu, kynningarmálum og margmiðlun. Reiknað er með að þau fyrirtæki sem fái styrki, setji saman upp kynningu (workshop) til að markaðssetja og kynna sig og íslenskt hugvit í þessum geira. Styrkur til þátttöku í ráðstefnunni dagana 27.-29. apríl.

2)      Styrkur til 3 fyrirtækja á sviði umhverfisvænna lausna (clean tech) með áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda, endurvinnslu, nýjar orkulausnir svo sem orkusparnað og orkulausnir í samgöngum.  Styrkur til þátttöku í ráðstefnunni 28. og 29. apríl, og þátttaka í dagskrá um fjárfestingar í nýsköpun og grænni atvinnustarfsemi.

3)      Styrkur til 3  fyrirtækja sem sérhæfa sig í umhverfisvænum lausnum fyrir sjávarútveg, fiskveiðar og sjóflutninga. Styrkur til þátttöku í ráðstefnunni 28. og 29. apríl, og þátttaka í dagskrá um fjárfestingar í nýsköpun og grænni atvinnustarfsemi.

Þau fyrirtæki sem styrkt verða þurfa að hafa nýsköpun að leiðarljósi í sínu starfi.

Áhugasamir sendi inn umsókn til iðnaðarráðuneytis fyrir  26. febrúar nk. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um starfsemi og markmið fyrirtækisins og stutt greinargerð um það hvaða ávinning fyrirtækið telur sig hafa af þátttöku í ráðstefnu sem þessari.

Umsóknin sendist á rafrænu formi til Helgu Barðadóttur, sem einnig veitir nánari upplýsingar.

netfang: helga.bardadottir@idn.stjr.is , sími: 545 8500.

Heimasíðu ráðstefnunnar: www.gulltaggen.no
















Yfirlit



eldri fréttir