Steinsteypufélagið minnir á Steinsteypudaginn 2010, 19. febrúar nk. á Grand Hótel.
Boðið verður upp á þétta og góða dagskrá.
Prófessor Kristian Hertz frá DTU í Danmörku verður með erindi um ofur létt mannvirki sem byggja á svokölluðum "pearl-chain" járnum.
Það er ný tækni fyrir berandi steypumannvirki sem er í senn hagkvæm, sparar efni og auðveldar byggingaframkvæmdir. Hún opnar nýja möguleika í arkitektúr og auðveldar gerð boga, hvelfinga og annarra forma sem hafa verið tæknilega erfið hingað til.
Kai Westphal frá Steypustöðinni fjallar um sjónsteypur en þar hafa arkitektar, verkfræðingar og verktakar oft mismunandi skoðanir á árangrinum.
Auk þess verða pallborðsumræður um stöðu byggingariðnaðarins þar sem Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Guðmundur Bjarnason forstjóri Íbúðalánasjóðs taka m.a. þátt.
Og síðast en ekki síst verða Steinsteypuverðlaunin 2010 veitt í fyrsta skiptið en það er Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhendir verðlaunin í lok Steinsteypudagsins.
Dagskrána er að finna í meðfylgjandi skjali:
Steinsteypudagurinn_Dagskra2010.pdf