Fréttir

11.2.2010

Íslandslest | Tískusýning


Fatalína fyrir hið fyrsta íslenska lestafyrirtæki

Líkt og mörg önnur samgöngufyrirtæki víðsvegar um heiminn hefur Íslandslest valið listamann/hönnuð til að hanna fatnað starfsmanna sinna.  Fyrir valinu varð franski listamaðurinn Etienne de France.

Þessi ungi listamaður, sem  búsettur er og starfar hér á landi, mun sýna fyrstu drög að einkennisbúningunum á glæsilegri tískusýningu í Listasafni Íslands (Fríkirkjuvegi  7, 101 Reykjavík) kl 21:00 á Safnanótt, n.k. föstudag 12. febrúar 2010.  Mynd- og tónlistarmaðurinn Magnús B. Skarphéðinsson (Quadruplos, Magnoose) mun flytja tónlist sína við tískusýninguna.  Sama kvöld verður sýning um Íslandslest í Alliance Française (Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík).

Fleiri upplýsingar um Íslandslest má finna á: www.icelandtrain.com

Við gerð fatalínunnar vann Etienne de France með fatahönnuðinum Elmu Backman og tónlistarmanninum Rebekku B. Björnsdóttur.


















Yfirlit



eldri fréttir