María Kristín Jónsdóttir, Hendrikka Waage og
Agnieszka Nowak sem tók við verðlaunum
f.h. Önnu Leoniak.
|
Um 120 tillögur bárust í skartgripasamkeppni Hendrikku Waage, en niðurstöður voru kynntar í
Turninum í Kópavogi sl. föstudag 29. janúar.
María Kristín Jónsdóttir vöruhönnuður átti verðlaunatillöguna í samkeppninni, en auk hennar hlutu þau Anna Leoniak, Sigríður Anna Eggertsdóttir og Erik Rönning Andersen, Guðlaug Halldórsdóttir og Árni Jón Sigfússon viðurkenningu.
Skartgripahönnuðurinn
Hendrikka Waage stóð fyrir keppni um hönnun á skartgripalínu í
samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. Verðlaunin í keppninni voru 500.000 kr. og auk þess eru vinningsskartgripirnir markaðssettir undir merki Hendrikku Waage og vinningshafans.
Keppnin gekk út á að hanna skartgripasett, hálsmen, armband, eyrnalokka og hring úr silfri, gulli og eðalsteinum.
Með skartgripasamkeppninni vill Hendrikka hvetja íslenska hönnuði til dáða en sjálf sat hún
í dómnefndinni ásamt Geoffroy Medinger, forstjóra Van Cleef & Arpels í London, Louise
Sherman frá Dargen’t í London, Sævari Jónssyni frá Leonard, Steinunni Sigurðardóttur
fatahönnuði og Höllu Bogadóttur í Kraum.