Fréttir

6.2.2010

Menningarverðlaun DV 2010 | Auglýst er eftir tilnefningum í byggingarlist


Menningarverðlaun DV 2009 í flokki bygginarlistar | Menntaskóli Borgarfjarðar, Arkitektar: Kurtogpí

Komið er að árlegum Menningarverðlaunum DV.

Í ár verður tekin upp sú nýbreytni að tilnefna má öll mannvirki sem tekin voru í notkun á árinu 2009. Þar með er fallið frá kröfu um að eingöngu opinberar byggingar eða byggingar í almannaþágu komi til greina.

Tekið verður á móti tilnefningum fyrir hvers kyns byggingar, sýningar, bókaútgáfu, fræðistörf, umfjallanir og allt annað sem þykir hafa aukið veg íslenskrar byggingarlistar á nýliðnu ári.

Gert er ráð fyrir allt að 5 tilnefningum í hverjum flokki og verður kynningarblað gefið út í byrjun mars. Eftir afhendingu verða viðtöl við sigurvegara úr öllum flokkum í sérstöku aukablaði. Verðlaunaafhending fer fram 10. mars.

Hér með er óskað eftir ábendingum um tilnefningar í byggingarlist ásamt upplýsingum um verkin, s.s. staðsetningu, lýsingu á forsendum og útfærslu, nöfnum höfunda og tengilið, auk teikninga og ljósmynda sem höfundar telja nauðsynlegar til að útskýra verkið.
       
Dómnefnd skipa að þessu sinni arkitektarnir:
Ásmundur Hrafn Sturluson
asmundur@kurtogpi.is
sími 695 1331
Margrét Harðardóttir
margret@studiogranda.is
sími 562 2661
Ólafur Mathiesen
olafur@glamakim.is
sími 860 8116

Vinsamlegast sendið tillögur á ofangreind netföng dómnefndarmanna eigi síðar en 11. febrúar n.k.

Frekari upplýsingar eru veittar af dómnefndarmönnum ef þess er óskað.
















Yfirlit



eldri fréttir