Fréttir

1.2.2010

Íslensk bílaframleiðsla | Kynning í Toppstöðinni





Íslensk bílaframleiðsla - kynning í Toppstöðinni
Hvar: Toppstöðin við Rafstöðvarveg 4 - í Elliðaárdal
Hvenær: Laugardaginn 6. febrúar frá kl. 13:00 - 17:00


Vissir þú að hundruð íslensk smíðaðra bifreiða og vagna eru nú í notkun á íslenskum vegum. Í fyrsta sinn svo vitað sé verður efnt til kynningar á þessum hljóðláta iðnaði sem nú á bjarta framtíð, laugardaginn 6. febrúar kl. 13.00-17.00, við Toppstöðina, gömlu varaaflstöðina í Elliðaárdal.

Sýndir verða 25-30 spennandi bílar og munu skaparar þeirra vera á staðnum til að svara spurningum áhugasamra.

Toppstöðin sjálf er líka þess virði að skoða, en þar er nú aðsetur hönnuða og verkmanna sem vinna að ýmsum handföstum vörum.

Í Toppstöðinni verða kynningar á hálftíma fresti á því hvað íslenskir bílahönnuðir og – smiðir eru að gera skemmtilegt og verðmætt fyrir þjóðfélag okkar.

Létt stemmning, bjartsýni og þor, enginn aðgangseyrir.

Bílarnir eru allt frá sportbílum og jeppum til hópferðabíla og flutningabíla. Allt íslensk framleiðsla. Líka rafbílar!

www.toppstodin.is
















Yfirlit



eldri fréttir