Fréttir

8.2.2010

Samkeppni um hönnun nýrrar heimasíðu ÚTÓN





Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar og Landsbankinn kynna samkeppni um hönnun nýrrar heimasíðu ÚTÓN í samstarfi við Félag íslenskra teiknara. Óskað er eftir tillögum að vörumerki og nýjum fræðsluvef fyrir ÚTÓN.
 

Verðlaunafé er 250.000 krónur fyrir bestu hugmynd.

250.000 krónur eru lagðar til viðbótar í að fullvinna vefinn. Með fullvinnslu vefsins er átt við lokahönnun og forritun í samstarfi við forritara ÚTÓN. 

 

Dómnefnd er skipuð fimm manns, þar af þremur félögum frá Félagi íslenskra teiknara, einum fulltrúa ÚTÓN og einum fulltrúa Landsbankans.

Heiti vefs: www.uton.is
Vörumerki: Óskað er eftir hönnun á vörumerki ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar)
Vörumerkið skal vera í samræmi við og lagt út af IMX vörumerkinu og styðja við aukna meðvitund um ÚTÓN innanlands (sjá www.icelandmusic.is).
Vefur: Óskað er eftir útlitshönnun (PSD skjöl) á heimasíðu ÚTÓN með tilliti til meðfylgjandi leiðbeininga um veftré.
 
Markmið og tilgangur www.uton.is: Að vera fræðslu- og fréttaveita sem speglar það starf sem ÚTÓN stendur fyrir á Íslandi og koma á framfæri öllum tilkynningum um starfsemi sem ÚTÓN stendur fyrir erlendis.
  
Tillögum skal skila til ÚTÓN fyrir kl.12 á hádegi föstudaginn 5. mars 2010. Tillögum skal skila rafrænt á JPG formi í netfangið kamilla@icelandmusic.is. Allar nánari upplýsingar gefur Kamilla Ingibergsdóttir í síma 511 4000 og kamilla@icelandmusic.is.
 

Veftré:
-Fréttir
 
-Fræðsla/Námskeið
    ->Fræðslukvöld
          ->Dagskrá vetrarins
                 ->Undirsíða fyrir hvert fræðslukvöld og skráning
 
    -> Fræðsluefni
        Spurning hvort aðgangur að fræðsluefni er aðeins fyrir þá sem sækja námskeið hjá okkur. (sjá www.themmf.net)

    ->Námskeið
          ->The musician's roadmap to the internet
          ->Masterclass í markaðssetningu á netinu

-Um ÚTÓN
    ->Hafðu samband
    ->Starfsfólk
 
- Social Media
    ->Facebook
    ->Facebook viðburðir
    ->flickr
    ->Streymi - viðtöl og upptökur af kvöldunum.

- Póstlisti ÚTÓN (skráningarbox á forsíðu)



Greining á tilgangi og markmiðum síðunnar er að finna hér.


















Yfirlit



eldri fréttir