Hönnunarmiðstöð Íslands og
Hönnunarsjóður Auroru
standa fyrir
hádegisfyrirlestrum í vetur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Fyrirlestrarnir fjalla um hagnýt mál sem mörg hver brenna á hönnuðum.
Næsti fyrirlestur fer fram nk.
fimmtudag 28. janúar kl. 12-13. Þar mun
Eyþór Ívar Jónsson framkvæmdastjóri Klaks - nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, fjalla um verðlagningu og staðsetningu á markaði.
Upptökur og glærur frá fyrirlestrunum eru aðgengilegar hér á vef Hönnunarmiðstöðvar.