Námskeið í rósaleppaprjóni fer fram
laugardaginn 30. janúar frá kl.
13-17, á Textílverkstæðinu Korpu, Korpúlfsstöðum.
Leiðbeinandi er
Hélène Magnússon.
Rósaleppaprjón er gömul íslensk aðferð í myndprjóni sem gekk í
endurnýjun lífdaga þegar bók Hélène Magnússon „Rósaleppaprjón í nýju
ljósi“, kom út árið 2006.
Þátttakendur á námskeiðinu læra tæknina, prjóna litla rósaleppa ,
fræðast um söguna, fá að handleika flíkurnar í bókinni og fá góð ráð
til að prjóna þær. Auk þess verður slynging kynnt. Garn í prufur er
innifalið en komið með prjóna nr. 4.
Verð 9.500-
Skráning með tölvupósti á
knitting@knittingiceland.com
Myndir úr bókinni Rósaleppaprjón í nýju
ljósi.