Í fjölskyldusmiðju Kjarvalsstaða næstkomandi
sunnudag 24. janúar kl. 14 mun Steinunn Sigurðardóttir hönnuður segja frá hugmyndum sínum og nálgun við prjónaskap í tengslum við sýningarverkefnið Steinssmiðja í norðursal Kjarvalsstaða.
Steinunn mun leiðbeina þátttakendum við að skapa sinn eigin prjónaheim þar sem prjónauppskriftir koma ekki við sögu heldur önnur upplifun.
Smiðjan er ætluð stálpuðum börnum og unglingum og öllum þeim sem hafa áhuga á óhefðbundnum prjónaskap.
Þátttakendur þurfa að koma með grófa prjóna, gróft garn og iPod eða MP3 spilara með eftirlætis tónlistinni sinni.
Stein-smiðja er fjölskylduvæn og fræðandi listsmiðja í Norðursal sem
sett er upp í tengslum við sýningu Steinunnar Sigurðardóttur. Þar er
áferð efnis í aðalhlutverki ásamt möguleikum til að tjá sig í gegnum
skissuaðferðir fatahönnuða.
Sjá hér nánar um sýninguna
Steinunn á Kjarvalsstöðum.
Þetta segir á vef
Listasafns Reykjavíkur.