Fréttir

19.1.2010

Högna | Sýningarstjóraspjall



Guja Dögg Hauksdóttir deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóri sýningarinnar
Högna Sigurðardóttir - Efni og andi í byggingarlist verður með leiðsögn um sýninguna, nk. laugardag 23. janúar  kl. 15.

Boðið verður upp á sérstaka leiðsögn fyrir arkitekta föstudaginn 5. febrúar kl.12-13

Vegna fjölda áskorana verður fyrirlesturs Péturs H. Ármannssonar endurfluttur laugardaginn 6. febrúar kl.14.

Á sýningunni eru teikningar, módel og ljósmyndir af byggðum og óbyggðum húsum á Íslandi eftir Högnu, en á síðasta ári ánafnaði Högna Listasafni Reykjavíkur öllu teikningasafni sínu.

Högna er vel þekkt sem frumkvöðull á sviði byggingarlistar á Íslandi. Hún hefur með verkum sínum haft mikil áhrif á sjónrænt umhverfi okkar og þróun íslenskrar byggingarlistar, ekki síst með listrænni tilvísun í byggingarlistararfinn, dirfsku í notkun náttúrulegra efna auk skúlptúrel formsköpun bygginga sinna. Hún var fyrst kvenna til að starfa sem arkitekt hérlendis, og hefur verið óhrædd við að fara frumlegar leiðir að verkum sínum, þar sem finna má tilvísun í þekkta erlenda arkitekta 20. aldarinnar -  svo sem Le Corbusier, Louis Kahn, Tadao Ando og fleiri, en jafnframt haldið á lofti afar persónulegri túlkun og nálgun að verkum sínum. Högna vakti á sínum tíma athygli fyrir að vinna byggingu og innviði hennar sem eina heild og steypa þannig innréttingar, húsgögn og blómaker með innra rými byggingarinnar, auk þess að forma nánasta umhverfi hennar sem órjúfanlegan hluta af heildarmynd hins manngerða umhverfis.

Þetta segir á vef Listasafns Reykjavíkur  www.listasafnreykjavikur.is

 
 

ljósmyndir © Brooks Walker
















Yfirlit



eldri fréttir