Í sendiráðum Íslands víðsvegar um heim starfa viðskiptafulltrúar, sem hafa það hlutverk að aðstoða íslensk fyrirtæki við markaðssetningu erlendis og styðja við þau í alþjóðlegum viðskiptum, m.a. með ráðgjöf, markaðsrannsóknum, leit að samstarfsaðilum og þróun viðskiptasambanda.
Útflutningsráð annast tengsl viðskiptafulltrúanna við íslenskt atvinnulíf og dagana 21.-22. janúar verða viðskiptafulltrúarnir hér á landi til viðtals fyrir fyrirtæki sem leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðanna.
Viðtöl
Viðskiptafulltrúar í eftirfarandi löndum verða til viðtals:
Bandaríkin – Bretland – Danmörk – Indland – Japan – Þýskaland og Kína
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35.
Hraðastefnumót
Þann 18. janúar kl. 13:00-17:00 verður ferðaþjónustufyrirtækjum boðið að hitta þá viðskiptafulltrúa sem þeir vilja á 8 mínútna stefnumóti.
Fundirnir verða haldnir á Grand Hótel og er mikilvægt að skrá hvaða viðskiptafulltrúa hver og einn vill hitta.
Notaðu tækifærið og bókaðu fund í síma 511 4000 eða með tölvupósti,
utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson,
andri@utflutningsrad.is, og Hermann Ottósson,
hermann@utflutningsrad.is.