Fréttir

17.12.2009

Byggðastofnun auglýsir styrki til atvinnureksturs kvenna lausa til umsóknar



Byggðastofnun í samstarfi við Handverk og hönnun, Hönnunarmiðstöð, Listaháskóla Íslands,  Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ímark og Útflutningsráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um stuðning við markaðssetningu erlendis á íslensku handverki og hönnunarvörum.   Heildarráðstöfunarfé er tíu milljónir króna, hámarksstyrkur er tvær milljónir króna, en þó aldrei hærri en 50% af heildarkostnaði.

Markmið:

Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða erlendis á handverki og hönnunarvörum. Styrkjunum er ætlað að skapa aukin verðmæti og ný markaðstækifæri og eru liður í framkvæmd á aðgerð í Byggðaáætlun um stuðning við atvinnurekstur kvenna. 

Þátttökurétt:

Hafa konur og fyrirtæki í eigu kvenna (a.m.k. 50%) með lögheimili á starfssvæði* Byggðastofnunar.

Skilyrði:

Verk/vara verður að vera tilbúin til markaðssetningar erlendis og að framleiðsla verksins/vörunnar fari að hluta eða öllu leyti fram á Íslandi.

Við mat á umsóknum verður horft til eftirfarandi þátta: 

Að verk/vara sé vönduð og samkeppnishæf.  

Markaðsáætlun sé hnitmiðuð, raunhæf og vel skilgreind.          

Kostnaðar- og verkáætlun sé trúverðug og vel skilgreind.             

Möguleg framþróun.

Framkvæmd:           

Rýnihópur metur umsóknir og velur verk/vörur tíu umsækjenda.                

Vörurnar/verkin sem rýnihópurinn velur verða til sýnis dagana 18.-21. mars 2010.     

Dómnefnd velur a.m.k. fimm verk og fá eigendur þeirra fjárhagslegan og faglegan stuðning við að koma verkinu/vörunni  á markað erlendis.                       

Val dómnefndar verður tilkynnt 21. mars á lokadegi Hönnunarmars 2010.    


Umsóknum skal skilað rafrænt fyrir kl. 17:00 mánudaginn 1. febrúar 2010, umsóknareyðublað og leiðbeiningar eru á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elín Þórðardóttir í síma 4555400 eða  sigridur@byggdastofnun.is.   

Mikilvægt er að senda vandaða umsókn og er umsækjendum bent á að hægt er að fá ráðgjöf hjá Byggðastofnun, atvinnuþróunar-félögunum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.


















Yfirlit



eldri fréttir