Fréttir

12.12.2009

Sýning | Einu sinni er

Sýningin Einu sinni er opnar í Norræna húsinu nk. laugardag 12. desember kl. 16. Allir velkomnir.

Hugmyndin að sýningunni Einu sinni er varð til á fundi  hjá HANDVERKI OG HÖNNUN í maí 2008. Á hverju ári eru haldnir fundir þar sem stjórn og starfsmenn HANDVERKS OG HÖNNUNAR hitta fulltrúa grasrótarinnar. Hugmyndin var að hvetja til nýsköpunar og vöruþróunar með því að stefna saman tveimur ólíkum listamönnum. Tólf einstaklingar voru valdir af HANDVERKI OG HÖNNUN og hver þeirra valdi sér samstarfsaðila. Lagt var til að hver einstaklingur veldi sér samstarfsaðila af öðru sviði og af annarri kynslóð. Þetta var þó ekki gert að skilyrði. Þema sýningarinnar „gamalt og nýtt ” var valið í samvinnu við hópinn.

Á þessari glæsilegu sýningu sjáum við nýja nytjahluti sem unnir eru af þessum tólf pörum:

Anna Guðmundsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir
George Hollanders og Guðrún Á. Steingrímsdóttir
Guðbjörg Káradóttir og Frosti Gnarr Guðný Hafsteinsdóttir og Karen Ósk Sigurðardóttir
Inga Rúnarsdóttir Bachmann og Stefán Svan Aðalheiðarson
Lára Gunnarsdóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir
Lára Vilbergsdóttir og Fjölnir Björn Hlynsson
Ólöf Einarsdóttir og Sigrún Ólöf Einarsdóttir
Páll Garðarsson og Margrét Jónsdóttir
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Birna Júlíusdóttir
Sigríður Ásta Árnadóttir og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Þorbergur Halldórsson og Ari Svavarsson  

Nánar um sýnendur er að finna á vefsíðu Handverks og Hönnunar 

Sýningin var fyrst sett upp í Safnasafninu á Svalbarðsströnd og síðan á nokkrum stöðum um landið á Ísafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki og Hveragerði.  

Sýningin mun standa í Norræna húsinu til 17. janúar 2010
















Yfirlit



eldri fréttir