Íslenskur arkitektúr og hönnun fær mikla og afar jákvæða umjöllun í nýrri bók og sjónvarpsþætti í Berlín.
Á þessu ári kom út hjá útgáfufyrirtækinu “
DOM Publishers” í Berlín bókin “Salons der Diplomatie” eftir Kirsten Baumann og Natascha Meuser. Bókin beinir sjónum sínum að 40 völdum sendiherrabústöðum í Berlín og varð sá íslenski m.a. fyrir valinu og fékk 8. síðna umfjöllun. Fyrirsögnin í bókinni hljóðar svo „ Iceland the typically northern reserve towards anything smelling of pomp and circumstance also extends to the interior design“ Bókin er 352 síður innbundin og kom jafnframt út á ensku undir heitinu „Ambassadors´ Residences in Berlín“.
Í tilefni af útgáfu bólkarinnar var gerður sjónvarpsþáttur sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni “Rundfunk Berlín –Brandenborg”. Aðeins tveir bústaðir voru valdir til sýningar í sjónvarpinu, sá íslenski og sá spænski. Þar tekur annar höfundurinn Kirsten Baumann viðtal við Helgu Einarsdóttur, sendiherrafrú, sem sýnir henni bústaðinn.
Arkitektar Hjördís & Dennis hönnuðu bústaðinn, sem fékk 1. verðlaun í opinni arkitektasamkeppni árið 2003. Lokið var við bygginguna 2006. Arkitektarnir teiknuðu jafnframt allar innréttingar hússins og völdu öll húsgögn og annan búnað eftir íslenska hönnuði. Þannig má segja að bústaðurinn sé alíslensk hönnun.
Áður hafði birst sex síðna umfjöllun um bústaðinn í hinu virta þýska fagtímariti „Md moebel interior design“ þar sem farið er lofsamlegum orðum um arkitektúr byggingarinnar og hönnun inréttingana.
Þetta segir í fréttatilkynningu.
Sendiherrabústaður Íslands í Berlín. Arkitektar: Arkitektar Hjördís & Dennis.
Ljósmyndari: W. Huthmacher.