Manfreð Vilhjálmsson er sá arkitekt hér á landi sem nýtur hvað mestrar virðingar fyrir verk sín. Í rúm 50 ár hefur hann starfað að mótun umhverfis og bygginga og sett markið hátt í listrænu tilliti.
Hér gefur í fyrsta sinn að líta vandað yfirlit yfir verk hans; ljósmyndir Guðmundar Ingólfssonar gefa útgáfunni sérstakt gildi. Pétur H. Ármannsson og Halldóra Arnardóttir ritstýra, en auk þeirra ritar Aðalsteinn Ingólfsson grein. Inngangsorð eru Vigdísar Finnbogadóttur og eftirmáli Styrmis Gunnarssonar. Textar eru á íslensku og ensku.
Manfreðsbók er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem ýtarlega er fjallað um verk og listsköpun merkra íslenskra arkitekta í máli, myndum og teikningum.
Þetta segir í fréttatilkynningu.
Útgefandi er
Hið íslenska bókmenntafélag.