PopUp verzlun hefur haldið fjóra velheppnaða hönnunar markaði og ætla nú að halda jól.
Hingað
til hafa markaðirnir verið með fatahönnuðum eingöngu og verið litlir
umfangs. Í tilefni hátíðanna heldur PopUp verzlun nú markað með nýju
sniði.
Að þessu sinni tekur fjöldi hönnuða þátt í markaðinum og verður fjölbreytt úrval hönnunar á boðstólum s.s. fatnaður fyrir dömur og herra,
fylgihlutir, barnaföt, barnaleikföng, jólaskraut og vörur fyrir
heimilið.
Á þessum sérstaka jóla- PopUp markaði verður einnig
lifandi tónlist. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru: Lay Low og Agnes
Erna, Pascal Pinon, Myrra, Elín Ey, Svavar Knútur, Johnny Stronghands,
Nora og Heimilistónar. Nokkrar hljómsveitanna verða einnig með
nýútkomnar geislaplötur sínar til sölu.
Jólagleðin verður
haldin helgina 12. - 13. desember, í Hugmyndahúsi Háskólanna (fyrrum
Saltfélagið) Grandagarði 2, 101 Reykjavík milli kl. 11:00 og 20:00 báða
dagana.
Um PopUp Verzlun:
PopUp
er milliliðalaus verzlun þar sem neytandin getur verzlað beint af
hönnuðum. PopUp verzlunin gefur hönnuðum tækifæri á að selja vörur
sínar án álagningar milliða og gefur neytanda tækifæri á að kaupa
einstakar vörur.
Þeir hönnuðir og vörumerki sem taka þátt eru:
Aaron C. Bullion
Alice Olivia Clarke – Tíra
Áróra Eyr Traustadóttir / Áróra
Árný Þórarinsdóttir / Stáss
Borghildur Gunnarsdóttir / Milla Snorrason
Elva Dögg Árnadóttir / Elva
Elín Hrund Þorgeirsdóttir / Dýrindi
Eygló Margrét Lárusdóttir / Eygló
Guðbjörg Jakobsdóttir / Serendipity
Guðjón Tryggvason / Go With Jan
Hanna Jónsdóttir
Helga Guðrún Vilmundardóttir / Stáss
Inga Björk Andrésardóttir / IBA
Íris Sigurðardóttir / VARIUS
Linda Björg Árnadóttir / Scintilla
Megan Herbert
Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir
Óðinn Bolli Björgvinsson
Ragnheiður Margeirsdóttir / Rim / VARIUS
Rebekka Jónsdóttir
Róshildur Jónsdóttir / Hugdetta ehf
Sara María Júlíudóttir / Vargur
Sesselja G. Vilhjálmsdóttir / Heilaspuni
Snæbjörn Þór Stefánsson/ Hugdetta ehf
Sonja Bent
Sruli Recht
Stefán Pétur Sólveigsson
Sunna Dögg Ásgeirsdóttir / Sunbird
Thelma Björk Jónsdóttir / Thelma-Design
Valgerður Halldórsdóttir / Heilaspuni
Þórey Björk Halldórsdóttir / Eight Of Hearts
Myndefni af verkum hönnuðanna er að finna á
facebook síðu PopUP verzlunar