HÖNNUNARSJÓÐURINN ÍTREKAR UMSÓKNARFREST TIL 15. JANÚAR VEGNA NÆSTU ÚTHLUTUNAR SJÓÐSINS Í FEBRÚAR 2010.
Sjóðurinn er opinn öllum hönnuðum og arkitektum. Ekki er notast við hefðbundin umsóknareyðublöð, en umsóknir skulu innihalda yfirlit yfir verkefnið, markmið þess og framtíðarsýn og grófa fjárhagsáætlun. Verkefnið skal auk þess hafa skilgreint upphaf og endi. Ekki er veittur styrkur til fjármögnunar á framleiðslu.
Framkvæmdastjóri veitir góðfúslega allar frekari upplýsingar og aðstoð við umsóknir. Mælst er til þess að umsóknir séu sendar bæði rafrænt og útprentaðar ásamt sýnishornum eftir því sem tilefni er til.
www.honnunarsjodur.is