Gríðarlegur áhugi hefur verið á sýningu Steinunnar Sigurðardóttur
hönnuðar en um fjögurþúsund manns hafa sótt Kjarvalsstaði frá opnun
hennar 21. nóvember.
Næstkomandi laugardag 5. desember kl. 14 verður
Steinunn á Kjarvalsstöðum og bíður gestum að ganga með sér um
sýninguna. Hún ræðir feril sinn, efnistök og ráðandi áhrifavalda í
hönnun sinni.
Gínurnar, sem sýna fatnað Steinunnar, eru
endurgerðir af kunnustu fyrirsætum heims og skipta sköpum við
framsetningu fatnaðarins. Látbragð þeirra er eðlilegt, svipbrigði
blæbrigðarík og ekki laust við að það hvarfli að manni að þær vakni til
lífsins á hverri stundu. Og hver veit nema að það gerist einmitt á
laugardaginn þegar líða tekur á leiðsögn Steinunnar!
Aðgangur ókeypis og öllum opinn.
Þetta segir í fréttatilkynnngu frá
Listasafni Reykjavíkur