Fréttir

9.12.2009

Tískuráðstefna og sýning í Kaupmannahöfn



Norræna fatahönnunarfélagið stendur fyrir tískusýningu og ráðstefnu í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn 9. desember nk. í tengslum við alþjóðlegu umhverfisráðstefnuna sem þar fer fram. NICE-verkefnið svokallaða verður kynnt með ýmsum hætti.

NICE verkefnið, Nordic Initiative, Clean and Ethical, fjallar um að gera fólk og hönnuði meðvitaðra um umhverfismál og umhverfisvæna framleiðslu á fatnaði og eru það Norrænu fatahönnunarfélögin sem standa fyrir verkefninu.

Einn liður í verkefninu nú, er að að tuttugu ungum fatahönnuðum hefur verið boðið að taka þátt í vinnustofu þar sem þeir fá að kynnast náttúrulegum framleiðsluháttum og lýkur vinnunni með tískusýningu og hönnunarkeppni sem haldin verður í tengslum við umhverfisráðstefnuna.

Fjórir íslenskir hönnuðir taka þátt í verkefninu, Rebekka Jónsdóttir, Mundi, Eygló Lárusdóttir og Bóas Kristjánsson.

Allar nánari upplýsingar um þetta mikilvæga meðvitundarverkefni er að finna á vefsíðu Nordic Fashion Association.

















Yfirlit



eldri fréttir