Fréttir

6.1.2010

Skartgripasamkeppni



Hendrikka Waage og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir keppni um hönnun á skartgripalínu sem markaðsett verður undir merki Hendrikku Waage og siguvegara keppninnar.

Keppnin gengur út á að hanna skartgripasett, hálsmen, armband, eyrnarlokka og hring en hún er öllum opin. Skartgripirnir þurfa að vera úr silfri eða gulli og æskilegt er að þeir séu med zircon eða eðalsteinum sem er þó ekki skilyrði.

Verðlaunahafi hlýtur 500.000 kr. verðlaun sem Hendrikka Waage leggur til. Auk þess verður línan seld víðs vegar um heim. Veitt verður sérstök viðurkenning fyrir frumlegustu tillöguna.  

Í dómnefnd keppninnar situr þungaviktarfólk í hönnun og tísku erlendis frá og á Íslandi
• Hendrikka Waage                                    
• Geoffroy Medinger forstjóri Van Cleef & Arpels í London
• Louise Sherman frá Dargen’t í London
• Sævar Jónsson frá Leonard           
• Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður
• Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands  

Keppnin hefst þriðjudaginn 24. nóvember. Skilafrestur rennur út föstudaginn 15. janúar. Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt 29. janúar 2010 en á sama tíma verða valdar tillögur sýndar.   

Um Hendikku Waage:  Hendrikka Waage er skartgripahönnuður sem starfar á alþjóðavettvangi. Fyrir nokkrum árum hóf hún stórsókn sína á skartgripamarkaðinn og vakti strax verulega athygli en skartgripalína Hendrikku nýtur sífellt meiri vinsælda víðs vegar um heim. Nýverið valdi stórblaðið The Times í London ,,hanastélshring” hennar einn af þeim sex bestu á markaðnum. Verkum hennar hafa einnig verið gerð góð skil í Vogue, Elle, Hallo, og öðrum helstu tískutímaritum. www.hendrikkawaage.com  

Nánari upplýsingar um keppnina og umsóknarferlið er að finna hér.  
















Yfirlit



eldri fréttir