Fréttir

11.11.2009

Athafnagleði kvenna í Hugmyndahúsinu




Þriðjudaginn 17. nóvember verður Hugmyndahús Háskólanna, galopið fyrir góðum hugmyndum. Við ætlum að fá athafnaglaðar konur til að kynna fyrirtæki/starfsemi sína á athafnatorgi - jafnt framleiðsluna og ekki síður ferðalag hugmynda þeirra - okkur öllum til framdráttar. Á athafnatorginu verður lagt upp með upplýsingar eins og:

Nafn:
fyrirtæki/stofnár:
mesta áskorunin:
stærsti sigurinn :
næsta markmið:
mottó:

Auk athafnatorgsins fáum við góðar konur úr atvinnulífinu sem og úr stuðningsumhverfi nýsköpunar til að vera sýnilegar til skrafs og ráðagerða.

Húsið opnar kl. 20 og mun Þóranna Jónsdóttir frá Auði Capital stíga á stokk og lýsa því hvernig konur geta breytt heiminum og Rúna Magnúsdóttir hjá Connected-Women tekur til við að tengja.

Þetta er stefnumót athafnagleði, reynslu og tengslaneta, aðgangur er ókeypis og allt sem til er ætlast er að við njótum stundarinnar og séum tilbúnar að leggja hvorri annarri lið.

Við hlökkum til að sjá ykkur, skapa góð tengsl öllum í hag, hvetja til frekari dáða og fagna athafnagleði kvenna.

Hjartanskveðja
Hugmyndahús Háskólanna
















Yfirlit



eldri fréttir