Fréttir

2.11.2009

Sýning | Snædrottningin



Hönnuðurinn Ozden Dóra, er af íslenskum og tyrkneskum ættum. Hún ólst upp á Íslandi og í Frakklandi og stundaði nám í hattagerð við Kensington and Chelsea College skólann í London. Dóra er nú búsett í London þar sem hún starfar sem hattahönnuður. "Það er ánægjulegt að frumsýna Snædrottninguna á Íslandi en hugmyndin að línunni kemur úr fallegri og hrjóstugri náttúru Íslands". Í hattana notar Dóra íslenskt hráefni s.s. lopa, skinn og roð, auk hefðbundnari efna sem notuð eru í hatta.

www.ozdendora.com
















Yfirlit



eldri fréttir