Alþjóðlega gjörningalistahátíðin Sequences hefst nk. föstudag 30. október en þar er sjónum beint að myndlist
sem líður í tíma, eins og myndbandalist og hljóðlist. Hátíðin fer fram
víða um miðborg Reykjavíkur, bæði utandyra og á óhefðbundnum
sýningarstöðum sem og á söfnum og galleríum.
Dagskráin í ár er stórglæsileg en heiðurslistamaður hátíðarinnar í ár er Magnús Pálsson.
Dagskrá hátíðarinnar og nánari upplýsingar má nálgast á vef
Sequences.