Siggi Eggertsson hlaut verðlaun ADC Young Guns að þessu sinni í
New York á dögunum. Verðlaunin eru mikil viðurkenning þar sem að
færasta fagfólk hinna skapandi greina undir 30 ára aldri tekur þátt..
Siggi hefur verið sérstaklega afkastamikill í starfi og hefur verið lýst í alþjóðlegum fagtímaritum sem upprennandi sjörnu myndskreytinga með sinn einstaka stíl. Hann hefur starfað fyrir fjöldamörg innlend sem alþjóðleg fyrirtæki s.s.12 Tóna, Listahátíðina Sequences, Coca Cola, H&M Divided, Nike, Wallpaper, Stussy, Wired Magazine o.fl. o.fl. auk þess sem að verk eftir Sigga hafa birst í fjölmörgum blöðum og tímaritum innlendum sem erlendum.
Siggi var tilnefndur til Sjónlistaverðlaunanna 2008.
Sýning á verkum þeirra sem tóku þátt í samkeppni ADC Young Guns opnaði í New York í gær 22. október og stendur til 6. nóvember nk. í ADC gallery í New York.
Hér má finna
nánari upplýsingar um verðlaunin og hér má sjá vefsíðu
Sigga Eggertssonar.