Félag íslenskra
gullsmiða fagnar 85 ára afmæli í ár. Félagið er meðal elstu starfandi fagfélaga
á landinu.
Af þessu tilefni opnar samsýning félagsmanna í Fógetahúsinu, Aðalstræti
10, laugardaginn 24. október kl.16:00.
Hringur á fingur
er titill sýningarinnar og á
sýningunni má sjá fjölbreytta hringa allt frá hefðbundnum til framúrstefnulegri
gripa. Sýningin stendur frá 24. október 2009 til 22. nóvember 2009.