Fréttir

19.10.2009

Alþjóðleg athafnavika á Íslandi

Alþjóðleg athafnavika hefst í yfir 100 löndum þann 16. nóvember nk. Allir Íslendingar, einstaklingar, hópar, félagasamtök, skólar, fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir geta skipulagt og skráð inn viðburði sem verða hluti af dagskrá vikunnar. Athafnavikan byggist þannig upp á nokkurs konar grasrótarfrumkvæði og atorku einstaklinga, sambærilegt við Menningarnótt þar sem allir geta skipulagt viðburði.

Alþjóðleg athafnavika mun fara fram um land allt og eru landsmenn hvattir til að bretta upp ermar og koma stórum sem smáum verkefnum í framkvæmd.

Í vikunni verður lögð sérstök áhersla á fimm grunnþemu og verða dagar vikunnar tileinkaðir hverju þema.

Í ár munu þemu vikunnar á Íslandi verða:

  • Athafnasemi kvenna,
  • Opin nýsköpun,
  • Íslenskir grunnatvinnuvegir,
  • Samfélagsleg nýsköpun og
  • Skapandi iðnaður. 
Skipuleggjendur Alþjóðlegrar athafnaviku munu jafnframt skipuleggja nokkra lykilviðburði svo sem Snilldarlausnir, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, og Athafnateygjuna sem mæla mun hversu miklu Íslendingar koma í verk á einni viku. Jafnframt mun vikan marka upphafið að frumkvöðlakeppni Innovit, Gullegginu 2010.

Alþjóðleg athafnavika


















Yfirlit



eldri fréttir