Fréttir

28.9.2009

Farmers Market hlýtur viðurkenningu Verðlaunasjóðs iðnaðarins

Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður í Farmers Market og Eyjólfur Friðgeirsson, líffræðingur í Íslensk hollusta hlutu viðurkenningu Verðlaunasjóðs iðnaðarins að þessu sinni.


Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra afhenti hvorum um sig eina milljón króna, verðlaunagrip og viðurkenningarskjal. Verðlaunagripurinn heitir Hjólið og er tákn mannsins fyrir uppgötvun, framfarir og virkni.


Hönnunarfyrirtækið Farmers Market var stofnað haustið 2005 af hjónunum Bergþóru Guðnadóttur hönnuði og Jóel Pálssyni tónlistarmanni. Bergþóra hannar allar vörur fyrirtækisins, en hugmyndafræðin byggir á að nýta náttúruleg hráefni með sérstaka áherslu á íslensku ullina til að gera vörulínu af fatnaði og fylgihlutum sem hafi sterka skírskotun í íslenska arfleið og menningu. Hönnun Bergþóru undir merkjum Farmers Market  hefur  vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis og  eru nú vörur þeirra  í sölu í hönnunar- og tískuverslunum í 12 löndum,  m.a. í  borgum eins og Tokyo, Berlín, Madríd, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, New York og París.


Á síðasta ári voru notuð um 10 tonn af íslenskri ull í vörulínuna.

Nánari upplýsingar um verðlaunaafhendinguna er að finna á vef Samtaka Iðnaðarins

www.farmersmarket.is

















Yfirlit



eldri fréttir