Fréttir

26.9.2009

Örlánavefurinn Uppspretta hefur starfsemi




Uppspretta leiðir saman fólk, hugmyndir og fjármagn.

Uppspretta leiðir saman fólk, hugmyndir og lánsfé. Hægt er að óska eftir láni eða lána öðrum. Lántakandi setur fram hugmyndir sínar og óskir á vefinn uppspretta.is og laðar þannig að sér lánveitendur og kemur hugmynd sinni á framfæri.  

Örlán eru lán á milli fólks og fyrirtækja og eru frá 50.000 til 3.000.000. Lánstími getur verið að lágmarki 1 mánuður og að hámarki 36 mánuðir.   Örlán geta oft skipt sköpum fyrir lántakanda. Smá lánsframlög geta samanlagt hjálpað hugmyndum að verða að veruleika. Um leið og lánveitendur ávaxta lánsféð eru þeir að hjálpa fólki að koma verkefnum í framkvæmd. Það skiptir ekki máli hvort lánsframlagið er 5000 kr. eða 50.000 kr. Öll lánsframlög skipta máli fyrir lántakandann.  

Þetta er leið fyrir almenning og fyrirtæki til að styðja við uppbyggingu, framþróun og atvinnusköpun á Íslandi með því að veita lán til annars fólks.   Hlutverk Uppsprettu er að tengja saman lánveitendur og lántakendur og miðla lánum og endurgreiðslum láns á milli þeirra.

Uppspretta veitir ekki lán heldur sér um ferlið á milli lántakanda og lánveitenda og þjónustu sem tilheyrir.   Þetta virkar þannig að lántakandi setur inn upplýsingar í lánsumsókn um tilefni láns, lánsupphæð, lánstíma og hámarksvexti sem hann er tilbúinn að greiða. Lánveitendur bjóða síðan í lánið en það geta margir verið á bak við hvert lán. Vextirnir eru því ákveðnir af fólkinu sjálfu en ekki þjónustunni. Lánveitendur velja lánsumsóknir sem þeim lýst vel á út frá upplýsingunum sem eru í lánsumsókn ásamt upplýsingum um lánshæfi lántakanda. Upplýsingar um lánshæfi kemur frá Creditinfo.  

Lántakandi getur sent tölvupóst til vina og vandamanna með upplýsingum um lánsumsókn og/eða sett tengil inn á Facebook til að beina fólki að lánsumsókn sinni og ná til hóps mögulegra lánveitenda.  

Örlánavefir hafa verið settir upp víðsvegar erlendis. Árið 2006 fengu Muhammad Yunus og Grameen Bank nóbels verðlaun fyrir örlánavef á Indlandi sem var ætlaður til að auðvelda fátæku fólki að fá lán. Á síðustu árum hafa enn fleiri örlánavefir verið settir á laggirnar með vestrænu sniði.  

Uppspretta er ekki á vegum neinna erlendra eða innlendra fjármálastofnana heldur lítið sprotafyrirtæki sem hefur fengið hjálp margra til að verða að veruleika.  

Nánari upplýsingar veita:
Björk Theodórsdóttir, bjork@uppspretta.is, GSM 8441400
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, ragnheidur@uppspretta.is, GSM 8217605
















Yfirlit



eldri fréttir