Fréttir

1.10.2009

Tíu milljónum úthlutað til íslenskra hönnuða


Styrkþegar ásamt framkvæmdastjóra Hönnunarsjóðsins við athöfnina í gær.

Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði í gær 1. október, 10 milljónum til átta íslenskra hönnuða og verkefna. Auk þess voru kynnt tvö ný verkefni Hönnunarsjóðsins sem er ætlað að efla faglegar stoðir hönnunar á Íslandi og fjölga tækifærum fyrir nýútskrifaða hönnuði á vinnumarkaðnum. Annarsvegar með ráðgjöf fyrir styrkþega sjóðsins og hinsvegar með því að bjóða upp á starfsreynslustyrki fyrir nýútskrifaða hönnuði.

Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni voru Andrea Maack, Bóas Kristjánsson, Charlie Strand, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Snæbjörn Stefánsson, Sonja Bent og verkefnið "Stefnumót bænda og hönnuða".

Einnig voru kynnt tvö ný verkefni Hönnunarsjóðsins sem er ætlað að efla faglegar stoðir hönnunar á Íslandi og fjölga tækifærum fyrir nýútskrifaða hönnuði á vinnumarkaðnum. Annarsvegar með ráðgjöf fyrir styrkþega sjóðsins og hinsvegar með því að bjóða upp á starfsreynslustyrki fyrir nýútskrifaða hönnuði.

Um er að ræða seinni úthlutun þessa fyrsta starfsárs Hönnunarsjóðs Auroru, en 20. maí s.l. var úthlutað 12,5 milljón til níu íslenskra hönnuða og voru verkefnin af ýmsum toga. Hönnunarsjóðurinn hefur því úthlutað samtals 22,5 milljón til sautján hönnuða og verkefna á Íslandi á árinu.

Nánari upplýsingar um úthlutunina er að finna á vefsíðu Hönnunarsjóðsins.


















Yfirlit



eldri fréttir