LJÓSGÆÐI I LÍFSGÆÐI
Í ljósi breyttra aðstæðna í mannvirkjagerð hér á Íslandi, eru þó tækifæri til endurmats og uppbyggingar fyrir nýja tíma og nýjar stefnur. Raunhæft er að ætla að áherslur í framtíðinni verði á hönnun til sjálfbærni og þar með talið við hönnun lýsingar þar sem kröfur um orkusparnað og vellíðan þeirra sem innan bygginganna eru, hafa aukist.
Ráðgjafarfyrirtækið Verkís mun standa fyrir opnu málþingi sem ber heitið „LJÓSGÆÐI I LÍFSGÆÐI“ þriðjudaginn 13. október næstkomandi í Laugardalshöll – ráðstefnusal 3, þar sem alþjóðlegir fyrirlesarar munu miðla nýjum rannsóknum og þeim möguleikum sem við höfum á að bæta umhverfi okkar og vellíðan með birtu.
Fyrirlesarar:
Dr. George Brainard Taugalæknir og sérstakur ráðgjafi NASA – National Space Biomedical Research Institute við þróun á mótvægisaðgerðum við heilsufarsbreytingum geimfara,
Merete Madsen dagsbirtu arkitekt,
Kevan Shaw lýsingarhönnuður og formaður nefndar um sjálfbærni PLDA - Alþjóðlegum samtökum lýsingarhönnuða
Martin Lupton frá Guerrilla Lighting og formaður PLDA.
Málþingið er haldið á ensku og er ætlað öllum sem vilja fræðast um gildi lýsingar og eiga þátt í að bæta umhverfi sitt og annarra.
Miðar fást á
www.midi.is
Nánari upplýsingar um málþingið fást á slóðinni
http://www.verkis.is/malthing en einnig hjá Þórdísi Harðardóttur á netfangið
trh@verkis.is, Guðjóni L. Sigurðssyni
gls@verkis.is og Rósu Dögg Þorsteinsdóttur
rdt@verkis.is.